þriðjudagur, 17. mars 2020

lög og textar 1 - armband Paul Simons

Textar í dægurtónlist eru mér hugleiknir, og þá einkum góðir textar. Þegar dvelja þarf heimavið og taka því rólega má stytta sér stundir með ýmsu, en eitt af því er klárlega að hlusta á góða tónlist, og pæla í henni og textunum. Fyrsta lagið er lag með Paul Simon á efri árum sem heitir Wristband. Þessi texti er einstaklega vel heppnaður. Það sem er svo snilldarlegt er hvernig er farið úr lítilli gamansögu með sterku sjálfsírónísku ívafi (gamla stjarnan sem dyravörðurinn þekkir ekki/ vísun í að stjarnan er lágvaxinn ... ) yfir í pælingar um alheimsbyltingu, misskiptingu - þar sem að tónleikaarmbandið verður að tákni fyrir það hverjir hafa orðið ofan á, og hverjir undir í samfélaginu. Að taka litla hugmynd og stækka hana - og að koma manni algjörlega í opna skjöldu í lok lagsins.

Annað sem gerir þetta verk mjög sjarmerandi er snilldarlega lágstemmd útsetningin og frábær notkun ásláttarhljóðfæra.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli