laugardagur, 21. mars 2020

Lög og textar 2 B&B

Ég held áfram að pæla í textum, og að þessu sinni ték ég lagatvennu, og enn er ég í gömlum brýnum, og ekki farið í garðinn þar sem hann er lægstur. Í dag kíkjum við á The River eftir Bruce Springsteen og Aldrei fór ég suður eftir Bubba Morthens. 

Þetta eru hvort tveggja nokkuð áhugaverðir og sterkir textar, sem hafa náð að grípa marga - og heil tónlistarhátíð heitir í höfuðið á laginu hans Bubba! Það er augljóst að texti Bubba er undir áhrifum frá texta Bruce í þessu samhengi, skoðum það betur á eftir, og eins og Bubbi hefur nú talað um þá er formaðurinn mikilvægur áhrifavaldur hjá honum. Textarnir og YouTube vídeó með lögunum eru hér fyrir neðan. 

The River er frábærlega sterkur texti í látleysi sínu. Valið á á sem tákni er vitaskuld ekki frumlegt, en það er hins vegar mjög sterkt. Hér er sögð einföld saga manns með brostna drauma, sem fer of ungur út í hjónaband og fullorðinslíf og hefur misst fótana. Á sama tíma hefur samfélaginu hans hnignað, atvinnuleysi og þurrð á öllum sviðum einkennir líf hans. Við heimsækjum ánna á mismunandi tímum í lífi hans, og áin er lífgjafi og aflvaki.... nema í síðasta skiptið þá er áin þornuð upp. Línan "Is a dream a lie if it don't come true, or is it something worse.."  ljáir laginu ákveðin óhugnað, sem ég næ samt ekki alveg að festa fingur á. Í mínum huga þá er það mikilvægt að í upphafinu þá elskaði hann Mary, en núna er ástin, eins og áin þornuð upp. 

Aldrei fór ég suður er mjög svipuð saga, nema að hún er ekki eins skýr og fjallar um íslenskan alþýðumann á landsbyggðinni. Í þessum texta, og kannski í höfundarverki Bubba í heild sinni, er mjög klofin afstaða til lífsins í þorpinu. Annars vegar er mynd dregin upp af algjörlega heilalausri hörmungatilveru "þrælar alla vikuna, vaðandi slor og salt". Hins vegar er eins og það sé slæmt að unga fólkið fari "hér er ekkert sem heldur í" .... En ef hann "veit að það er til annað líf" er það þá ekki það sem hann ætti að óska börnunum sínum? Augljósu tenginin við á Springsteens er svo erindið um barneignina. Það sem skilur að hér er hins vegar að "sæta dúkkan hans Bensa í Gröf" hefur ekkert tilfinningagildi fyrir aðalpersónuna, sem mér finnst fráhrindandi - ólíkt persónu Bruce, sem lá andvaka á árbakkanum yfirkomin af ást. Að auki er það ekki svo að barneignir á ungum aldri séu líkt því eins heftandi á Íslandi eins og í því þrúgandi kaþólska umhverfi sem Bruce Springsteen á rætur sínar í, svo þessi hluti sögunnar er að mínu viti frekar ósannfærandi og gerir lítið fyrir textann, nema ef vera skildi að mynda tengsl við the River - sem gætu alveg verið rök í sjálfu sér. 

Tónlistarlega séð eru þetta frábær lög að mínu mati, þó að eitís fílingurinn í Aldrei fór ég suður skjóti stundum aðeins yfir markið, og trommurnar, tja, aðeins of mikið - hljómborðið sem opnar og lokar laginu er hins vegar alveg stórkostlegt. Munnharpan í the River er geggjuð, og söngur Bruce með bakröddunum í endanum algjört bjútí.
 
The River
I come from down in the valley
Where mister when you're young
They bring you up to do like your daddy done
Me and Mary we met in high school
When she was just seventeen
 
We'd ride out of this valley down to where the fields were green
We'd go down to the river
And into the river we'd dive
Oh down to the river we'd ride
 
Then I got Mary pregnant
And man that was all she wrote
And for my nineteenth birthday I got a union card and a wedding coat
We went down to the courthouse
And the judge put it all to rest
No wedding day smiles no walk down the aisle
No flowers no wedding dress
 
That night we went down to the river
And into the river we'd dive
Oh down to the river we did ride, yeah yeah
 
I got a job working construction for the Johnstown Company
But lately there ain't been much work on account of the economy
Now all them things that seemed so important
Well Mister they vanished right into the air
Now I just act like I don't remember
Mary acts like she don't care
 
But I remember us riding in my brother's car
Her body tan and wet down at the reservoir
At night on them banks I'd lie awake
And pull her close just to feel each breath she'd take
Now those memories come back to haunt me
They haunt me like a curse
Is a dream a lie if it don't come true
Or is it something worse That sends me down to the river
Though I know the river is dry
That sends me down to the river tonight, yeah
Down to the river
My baby and I
Oh down to the river we ride, oh
Ooh ooh, ooh ooh
Ooh ooh, ooh ooh
 
 Aldrei fór ég suður
 
Bubbi Morthens
 
Ég vakna oftast þreyttur, varla með sjálfum mér
En ég veit það er til annað líf en það sem ég lifi hér
Og þrá mín hún vakir, meðan þokan byrgir mér sýn
Mig þyrstir í eitthvað annað en gúanó, tékka og vín

Á fiskinum lifir þorpið, þorskurinn er fólkinu allt
Það þrælar alla vikuna, vaðandi slor og salt
Við færibandið standa menn en þeir finna þar enga ró
Flestir þeir ungu komnir suður þar sem að draumunum er nóg

Langa dimma vetur vindurinn smaug í gegnum allt
Kannski var öllum öðrum hlýtt en mér var allaveganna kalt
Það biðu allir eftir sumrinu en biðin var löng og ströng
Bátarnir lágu tómir við kajann í kinnungunum söng

Faðir minn átti drauma sem dóu fyrir lítið fé
Mig dreymdi um að verð'að manni en ég náði honum aðeins í hné
Ég gleymi seint þeim augum, gínandi botnlaust tóm
Gamall maður fyrir aldur fram með brostinn hrjúfan róm

Þegar ég var rétt orðinn sautján, um sumarið barst mér frétt
Að sæta dúkkan hans Bensa í Gröf væri orðin kasólétt
Næturnar urðu langar, nagandi óttinn með
Negldur ég gat ekki tekið til baka það sem hafði skeð

Aldrei fór ég suður, alltaf skorti mig þor
Hvert einasta sumar var því frestað, svo kom haust og svo vetur og vor
Nú er ég kominn á planið og ég pæli ekki neitt
Ég pækla mínar tunnur fyrir það ég fæ víst greitt

Ég hugsa oft um börnin mín, bráðum kemur að því
Að þau bíða ekki lengur, þau fara, hér er ekkert sem heldur í
Enn koma tómir bátarnir og bræðslan stendur auð
Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð
 




























Engin ummæli:

Skrifa ummæli