Íslensku lögin í þessum geira eru allmörg, hugsanlega mætti færa rök fyrir því að Útrásarvíkingurinn okkar í Mosanum sé þarna einhvers staðar nálægt, en ég er nú ekki viss.
mánudagur, 1. júní 2020
Lög og textar 4 - hinn gaurinn sem er fáviti
Þá er komið að fjórða pósti í þessum vinsæla flokki. Að þessu sinni tek ég fyrir tegund laga þar sem mælandinn ávarpar einhvern einstakling sem er með einhverjum hætti of. Of tanaður (fer í ljós þrisvar í viku), of duglegur í ræktinni (línum skorinn), of menntaður (sjá að neðan), of frægur (alveg ofboðslega). Frummælandi lagsins er hins vegar með einhvers konar blöndu af minnimáttarkennd og yfirlæti - en er í (nánast) öllum tilfellum siðferðilega hafinn yfir viðfang lagsins, gjarna þá tengt einhvers konar einfaldleika, mögulega fátækt (sem er oft frekar skondið miðað við að höfundar eru gjarna tónlistarmenn sem hafa náð mjög langt).... Mjög gjarna er viðfangið nýlega tekið saman við fyrrverandi ástkonu frummælanda, en það þarf þó ekki að vera, stundum er þetta svona bara eitthvað af því bara. Þessi tegund laga virðist vera nánast að öllu leyti hluti af reynsluheimi karlmanna, Jolene er alls ekki svona lag ef einhver skyldi vera að hugsa um það.
Ég vel tvö svona lög sem mér finnast frekar skemmtileg, annað mjög vel þekkt og hitt síður. Fyrra lagið er með danska söngvaskáldinu C.V. Jorgensen og heitir Entertaineren. Hérna er ávarpaður eitthvað ógurlegt mikilmenni, hvers frægð og árangur er byggður á sandi, sem enginn virðist hafa fattað nema frummælandi lagsins. C.V. er nokkuð þekktur í heimalandi sínu, og er ágætis viðbót fyrir okkur á Íslandi að kynnast honum, en þekking á danskri rokktónlist virðist ekki ná mikið lengra en Kim Larsen. Lagið er fullt af geggjuðum línum - "du har studeret i New York London og Paris, kan udtale dig på et hidtil ukendt akademisk vis" ... og svo er hann líka "den legemliggjorde EDB" på turné med monologer uden mening i". Ekki er ólíklegt að laginu hafi verið beint gegn einhverjum ákveðnum einstaklingi sem var áberandi í Danmörku á áttunda áratugnum, en það er aukaatriði, lagið stendur fyrir sínu þó maður viti það ekki. Entertainerinn er klárlega "of menntaður" og "of frægur".
Seinna lagið þekkja fleiri, Ed Sheeran, New Man. Hér er fjallað um nýjan unnasta, hugsanlega æskuástar frummælanda. Þetta er einn af þessum sem hefur staðið sig of vel í ræktinni, en það áhugaverðasta sem hann hefur þó tekið sér fyrir hendur er að láta bleikja á sér rassgatið, en ég vil ekki hugsa of langt um hvað það þýðir. Hitt sem mér finnst skemmtilegt er að hann er með tattoo sem hann skilur ekki.
Íslensku lögin í þessum geira eru allmörg, hugsanlega mætti færa rök fyrir því að Útrásarvíkingurinn okkar í Mosanum sé þarna einhvers staðar nálægt, en ég er nú ekki viss.
Íslensku lögin í þessum geira eru allmörg, hugsanlega mætti færa rök fyrir því að Útrásarvíkingurinn okkar í Mosanum sé þarna einhvers staðar nálægt, en ég er nú ekki viss.
mánudagur, 11. maí 2020
Bubbi og ekkrettan
Það er kannski að æla á óstöðugan, en ég ætla aðeins að tjá mig um þetta með Bubbaplakatið ógurlega og fjarlægðu sígarettuna.
Fyrri hlutinn er flókið samband þessa við hið velloðna og illafmarkanlega hugtak "pólítísk rétthugsun" og hópaskiptinguna sem því tengist: góða fólkið og óða fólkið.
Ég skil þetta þannig að óða fólkinu finnst voða leiðinlegt að geta ekki birt myndskeið af sjálfu sér nöktu japlandi á pandaborgara (best af nýslátruðu) lesandi upp úr litla svarta sambó - án þess að einhverjir leiðindalattelepjandilopatreflar komi með einhverjar athugasemdir um athæfið; og ef ég skil umræðuna rétt þá jafngildir það að koma með athugasemd um eitthvað að "banna" það.
Og það má ekkert lengur.
Ekkert.
Og þegar lítil retta er tekinn úr munninum á Bubba litla, já þá tekur nú steininn úr (filterinn var örugglega farinn).
Þetta er skemmtilegt. En það ég tek frá þessu er þessi gjörningur býr til alveg nýtt verk, og verk þar sem fjarveran er miðpunkturinn. Það sem ég heillast af er ekkirettan sem er ennþá á myndinni og er í rauninni það sem myndin er af ef betur er að gáð.
Þetta minnir mig á Huldumannstyppið á Reðursafninu sem Arndís Bergsdóttir reit (meðal annars) um. .
Skoðiði myndirnir og pæliði í þessu.
Fyrri hlutinn er flókið samband þessa við hið velloðna og illafmarkanlega hugtak "pólítísk rétthugsun" og hópaskiptinguna sem því tengist: góða fólkið og óða fólkið.
Ég skil þetta þannig að óða fólkinu finnst voða leiðinlegt að geta ekki birt myndskeið af sjálfu sér nöktu japlandi á pandaborgara (best af nýslátruðu) lesandi upp úr litla svarta sambó - án þess að einhverjir leiðindalattelepjandilopatreflar komi með einhverjar athugasemdir um athæfið; og ef ég skil umræðuna rétt þá jafngildir það að koma með athugasemd um eitthvað að "banna" það.
Og það má ekkert lengur.
Ekkert.
Og þegar lítil retta er tekinn úr munninum á Bubba litla, já þá tekur nú steininn úr (filterinn var örugglega farinn).
Þetta er skemmtilegt. En það ég tek frá þessu er þessi gjörningur býr til alveg nýtt verk, og verk þar sem fjarveran er miðpunkturinn. Það sem ég heillast af er ekkirettan sem er ennþá á myndinni og er í rauninni það sem myndin er af ef betur er að gáð.
Þetta minnir mig á Huldumannstyppið á Reðursafninu sem Arndís Bergsdóttir reit (meðal annars) um. .
Skoðiði myndirnir og pæliði í þessu.
þriðjudagur, 21. apríl 2020
Lög og textar 3: um lífið í skólanum
Það er áhugavert að sjá hvernig skólar og kennarar eru settir fram í menningarefni. Í bíómyndum eru ýmsar útgáfur, oft neikvæðar, en þó eru til myndir og þættir þar sem koma við sögu svona hetjukennarar og svoleiðis. Í dægurtónlist er hins vegar eiginlega alltaf um mjög neikvæða mynd af þessum geira mannlífsins að ræða og og ég bjóð til litla blöndu af enskum og íslenskum lögum af þessu tagi - tja - mögulega til að hressa okkur við eða eitthvað...
Skólalög - playlisti á Spotify
Við byrjum með Smiths - Headmasters Ritual. Morrissey er ekki að skafa utan af fyrirlitningu sinni á kennurum Manchesterborgar: "spineless swines, cemented minds" - áhugavert með hann þar sem hann er mikill ensku- og bókmenntamaður - en grunnskólagangann ekki verið hamingjurík virðist vera.
Næst skellum við okkur í langfrægasta af þessum lögum, Another Brick in the Wall. Kannski ofspilað og dáldill klisja, en ég hef alltaf dáldið gaman af skýringunni á því hvers vegna kennararnir eru svona ömurlegir - "when they came home at night their fat and psychopathic wives would beat them / within inches of their lives".... Roger Waters var nú samt held ég einhver listaskólafígúra eins og Morrissey en hvað veit maður. Myndbandið var geggjað töff.
Nú komum við heim og Mannakorn fjalla um Gamla skólann. Var alltaf smá hissa að Magnús Eiríksson hafi verið í Latínu í barnaskóla, en kannski féll það bara vel ínn í textann. Ekki sérstaklega hamingjuríkar skólaminningar, en þó ekki sama hrikalega beiskjan og hjá þeim ensku í fyrrii lögunum, og smá samúð með okkur kennaragörmunum: "Misupplagðir lúnir lærimeistarar"....
Og þá er það Gaggó Vest - svoldið svona uppblásinn Eitís slagari en góðir sprettir inn á milli. Smá húmor inn á milli en þó aðeins meiri beiskja en hjá Mannakornum - ræðan sem Egill flytur fyrir hönd kennarans er kannski aðeins í ýktari kantinum, en hvað veit maður.
Við endum aftur í Englandi á svona aðeins hressari nótum með Madness - ekki þessi hrikalega beiskja sem fyrstu tveir söngvarnir bera með sér en samt ekki sérstaklega lofsamleg skólaumfjöllun. "All the teachers in th pub/ passing round the ready rub (sem er annaðhvort áfengi eða tóbak) / trying not to think of/ when the lunch time bell will ring again."
Kannski væri gaman að heyra ef einhver man eftir einhverju alvöru lagi sem er aðeins jákvæðara... en við getum bara tekið það til íhugunar hvað við gerum svo með þessi söngva, sem eru nú allir hver með sínum hætti nokkuð skemmtilegir.
Skólalög - playlisti á Spotify
Við byrjum með Smiths - Headmasters Ritual. Morrissey er ekki að skafa utan af fyrirlitningu sinni á kennurum Manchesterborgar: "spineless swines, cemented minds" - áhugavert með hann þar sem hann er mikill ensku- og bókmenntamaður - en grunnskólagangann ekki verið hamingjurík virðist vera.
Næst skellum við okkur í langfrægasta af þessum lögum, Another Brick in the Wall. Kannski ofspilað og dáldill klisja, en ég hef alltaf dáldið gaman af skýringunni á því hvers vegna kennararnir eru svona ömurlegir - "when they came home at night their fat and psychopathic wives would beat them / within inches of their lives".... Roger Waters var nú samt held ég einhver listaskólafígúra eins og Morrissey en hvað veit maður. Myndbandið var geggjað töff.
Nú komum við heim og Mannakorn fjalla um Gamla skólann. Var alltaf smá hissa að Magnús Eiríksson hafi verið í Latínu í barnaskóla, en kannski féll það bara vel ínn í textann. Ekki sérstaklega hamingjuríkar skólaminningar, en þó ekki sama hrikalega beiskjan og hjá þeim ensku í fyrrii lögunum, og smá samúð með okkur kennaragörmunum: "Misupplagðir lúnir lærimeistarar"....
Og þá er það Gaggó Vest - svoldið svona uppblásinn Eitís slagari en góðir sprettir inn á milli. Smá húmor inn á milli en þó aðeins meiri beiskja en hjá Mannakornum - ræðan sem Egill flytur fyrir hönd kennarans er kannski aðeins í ýktari kantinum, en hvað veit maður.
Við endum aftur í Englandi á svona aðeins hressari nótum með Madness - ekki þessi hrikalega beiskja sem fyrstu tveir söngvarnir bera með sér en samt ekki sérstaklega lofsamleg skólaumfjöllun. "All the teachers in th pub/ passing round the ready rub (sem er annaðhvort áfengi eða tóbak) / trying not to think of/ when the lunch time bell will ring again."
Kannski væri gaman að heyra ef einhver man eftir einhverju alvöru lagi sem er aðeins jákvæðara... en við getum bara tekið það til íhugunar hvað við gerum svo með þessi söngva, sem eru nú allir hver með sínum hætti nokkuð skemmtilegir.
laugardagur, 21. mars 2020
Lög og textar 2 B&B
Ég held áfram að pæla í textum, og að þessu sinni ték ég lagatvennu, og enn er ég í gömlum brýnum, og ekki farið í garðinn þar sem hann er lægstur. Í dag kíkjum við á The River eftir Bruce Springsteen og Aldrei fór ég suður eftir Bubba Morthens.
Þetta eru hvort tveggja nokkuð áhugaverðir og sterkir textar, sem hafa náð að grípa marga - og heil tónlistarhátíð heitir í höfuðið á laginu hans Bubba! Það er augljóst að texti Bubba er undir áhrifum frá texta Bruce í þessu samhengi, skoðum það betur á eftir, og eins og Bubbi hefur nú talað um þá er formaðurinn mikilvægur áhrifavaldur hjá honum. Textarnir og YouTube vídeó með lögunum eru hér fyrir neðan.
The River er frábærlega sterkur texti í látleysi sínu. Valið á á sem tákni er vitaskuld ekki frumlegt, en það er hins vegar mjög sterkt. Hér er sögð einföld saga manns með brostna drauma, sem fer of ungur út í hjónaband og fullorðinslíf og hefur misst fótana. Á sama tíma hefur samfélaginu hans hnignað, atvinnuleysi og þurrð á öllum sviðum einkennir líf hans. Við heimsækjum ánna á mismunandi tímum í lífi hans, og áin er lífgjafi og aflvaki.... nema í síðasta skiptið þá er áin þornuð upp. Línan "Is a dream a lie if it don't come true, or is it something worse.." ljáir laginu ákveðin óhugnað, sem ég næ samt ekki alveg að festa fingur á. Í mínum huga þá er það mikilvægt að í upphafinu þá elskaði hann Mary, en núna er ástin, eins og áin þornuð upp.
Aldrei fór ég suður er mjög svipuð saga, nema að hún er ekki eins skýr og fjallar um íslenskan alþýðumann á landsbyggðinni. Í þessum texta, og kannski í höfundarverki Bubba í heild sinni, er mjög klofin afstaða til lífsins í þorpinu. Annars vegar er mynd dregin upp af algjörlega heilalausri hörmungatilveru "þrælar alla vikuna, vaðandi slor og salt". Hins vegar er eins og það sé slæmt að unga fólkið fari "hér er ekkert sem heldur í" .... En ef hann "veit að það er til annað líf" er það þá ekki það sem hann ætti að óska börnunum sínum? Augljósu tenginin við á Springsteens er svo erindið um barneignina. Það sem skilur að hér er hins vegar að "sæta dúkkan hans Bensa í Gröf" hefur ekkert tilfinningagildi fyrir aðalpersónuna, sem mér finnst fráhrindandi - ólíkt persónu Bruce, sem lá andvaka á árbakkanum yfirkomin af ást. Að auki er það ekki svo að barneignir á ungum aldri séu líkt því eins heftandi á Íslandi eins og í því þrúgandi kaþólska umhverfi sem Bruce Springsteen á rætur sínar í, svo þessi hluti sögunnar er að mínu viti frekar ósannfærandi og gerir lítið fyrir textann, nema ef vera skildi að mynda tengsl við the River - sem gætu alveg verið rök í sjálfu sér.
Tónlistarlega séð eru þetta frábær lög að mínu mati, þó að eitís fílingurinn í Aldrei fór ég suður skjóti stundum aðeins yfir markið, og trommurnar, tja, aðeins of mikið - hljómborðið sem opnar og lokar laginu er hins vegar alveg stórkostlegt. Munnharpan í the River er geggjuð, og söngur Bruce með bakröddunum í endanum algjört bjútí.
The River
I come from down in the valley
Where mister when you're young
They bring you up to do like your daddy done
Me and Mary we met in high school
When she was just seventeen
Where mister when you're young
They bring you up to do like your daddy done
Me and Mary we met in high school
When she was just seventeen
We'd ride out of this valley down to where the fields were green
We'd go down to the river
And into the river we'd dive
Oh down to the river we'd ride
And into the river we'd dive
Oh down to the river we'd ride
Then I got Mary pregnant
And man that was all she wrote
And for my nineteenth birthday I got a union card and a wedding coat
We went down to the courthouse
And the judge put it all to rest
No wedding day smiles no walk down the aisle
No flowers no wedding dress
And man that was all she wrote
And for my nineteenth birthday I got a union card and a wedding coat
We went down to the courthouse
And the judge put it all to rest
No wedding day smiles no walk down the aisle
No flowers no wedding dress
That night we went down to the river
And into the river we'd dive
Oh down to the river we did ride, yeah yeah
And into the river we'd dive
Oh down to the river we did ride, yeah yeah
I got a job working construction for the Johnstown Company
But lately there ain't been much work on account of the economy
Now all them things that seemed so important
Well Mister they vanished right into the air
Now I just act like I don't remember
Mary acts like she don't care
But lately there ain't been much work on account of the economy
Now all them things that seemed so important
Well Mister they vanished right into the air
Now I just act like I don't remember
Mary acts like she don't care
But I remember us riding in my brother's car
Her body tan and wet down at the reservoir
At night on them banks I'd lie awake
And pull her close just to feel each breath she'd take
Now those memories come back to haunt me
They haunt me like a curse
Is a dream a lie if it don't come true
Or is it something worse That sends me down to the river
Though I know the river is dry
That sends me down to the river tonight, yeah
Down to the river
My baby and I
Oh down to the river we ride, oh
Ooh ooh, ooh ooh
Ooh ooh, ooh ooh
Her body tan and wet down at the reservoir
At night on them banks I'd lie awake
And pull her close just to feel each breath she'd take
Now those memories come back to haunt me
They haunt me like a curse
Is a dream a lie if it don't come true
Or is it something worse That sends me down to the river
Though I know the river is dry
That sends me down to the river tonight, yeah
Down to the river
My baby and I
Oh down to the river we ride, oh
Ooh ooh, ooh ooh
Ooh ooh, ooh ooh
Aldrei fór ég suður
Bubbi Morthens
Ég vakna oftast þreyttur, varla með sjálfum mér
En ég veit það er til annað líf en það sem ég lifi hér
Og þrá mín hún vakir, meðan þokan byrgir mér sýn
Mig þyrstir í eitthvað annað en gúanó, tékka og vín
Á fiskinum lifir þorpið, þorskurinn er fólkinu allt
Það þrælar alla vikuna, vaðandi slor og salt
Við færibandið standa menn en þeir finna þar enga ró
Flestir þeir ungu komnir suður þar sem að draumunum er nóg
Langa dimma vetur vindurinn smaug í gegnum allt
Kannski var öllum öðrum hlýtt en mér var allaveganna kalt
Það biðu allir eftir sumrinu en biðin var löng og ströng
Bátarnir lágu tómir við kajann í kinnungunum söng
Faðir minn átti drauma sem dóu fyrir lítið fé
Mig dreymdi um að verð'að manni en ég náði honum aðeins í hné
Ég gleymi seint þeim augum, gínandi botnlaust tóm
Gamall maður fyrir aldur fram með brostinn hrjúfan róm
Þegar ég var rétt orðinn sautján, um sumarið barst mér frétt
Að sæta dúkkan hans Bensa í Gröf væri orðin kasólétt
Næturnar urðu langar, nagandi óttinn með
Negldur ég gat ekki tekið til baka það sem hafði skeð
Aldrei fór ég suður, alltaf skorti mig þor
Hvert einasta sumar var því frestað, svo kom haust og svo vetur og vor
Nú er ég kominn á planið og ég pæli ekki neitt
Ég pækla mínar tunnur fyrir það ég fæ víst greitt
Ég hugsa oft um börnin mín, bráðum kemur að því
Að þau bíða ekki lengur, þau fara, hér er ekkert sem heldur í
Enn koma tómir bátarnir og bræðslan stendur auð
Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð
En ég veit það er til annað líf en það sem ég lifi hér
Og þrá mín hún vakir, meðan þokan byrgir mér sýn
Mig þyrstir í eitthvað annað en gúanó, tékka og vín
Á fiskinum lifir þorpið, þorskurinn er fólkinu allt
Það þrælar alla vikuna, vaðandi slor og salt
Við færibandið standa menn en þeir finna þar enga ró
Flestir þeir ungu komnir suður þar sem að draumunum er nóg
Langa dimma vetur vindurinn smaug í gegnum allt
Kannski var öllum öðrum hlýtt en mér var allaveganna kalt
Það biðu allir eftir sumrinu en biðin var löng og ströng
Bátarnir lágu tómir við kajann í kinnungunum söng
Faðir minn átti drauma sem dóu fyrir lítið fé
Mig dreymdi um að verð'að manni en ég náði honum aðeins í hné
Ég gleymi seint þeim augum, gínandi botnlaust tóm
Gamall maður fyrir aldur fram með brostinn hrjúfan róm
Þegar ég var rétt orðinn sautján, um sumarið barst mér frétt
Að sæta dúkkan hans Bensa í Gröf væri orðin kasólétt
Næturnar urðu langar, nagandi óttinn með
Negldur ég gat ekki tekið til baka það sem hafði skeð
Aldrei fór ég suður, alltaf skorti mig þor
Hvert einasta sumar var því frestað, svo kom haust og svo vetur og vor
Nú er ég kominn á planið og ég pæli ekki neitt
Ég pækla mínar tunnur fyrir það ég fæ víst greitt
Ég hugsa oft um börnin mín, bráðum kemur að því
Að þau bíða ekki lengur, þau fara, hér er ekkert sem heldur í
Enn koma tómir bátarnir og bræðslan stendur auð
Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð
þriðjudagur, 17. mars 2020
lög og textar 1 - armband Paul Simons
Textar í dægurtónlist eru mér hugleiknir, og þá einkum góðir textar. Þegar dvelja þarf heimavið og taka því rólega má stytta sér stundir með ýmsu, en eitt af því er klárlega að hlusta á góða tónlist, og pæla í henni og textunum. Fyrsta lagið er lag með Paul Simon á efri árum sem heitir Wristband. Þessi texti er einstaklega vel heppnaður. Það sem er svo snilldarlegt er hvernig er farið úr lítilli gamansögu með sterku sjálfsírónísku ívafi (gamla stjarnan sem dyravörðurinn þekkir ekki/ vísun í að stjarnan er lágvaxinn ... ) yfir í pælingar um alheimsbyltingu, misskiptingu - þar sem að tónleikaarmbandið verður að tákni fyrir það hverjir hafa orðið ofan á, og hverjir undir í samfélaginu. Að taka litla hugmynd og stækka hana - og að koma manni algjörlega í opna skjöldu í lok lagsins.
Annað sem gerir þetta verk mjög sjarmerandi er snilldarlega lágstemmd útsetningin og frábær notkun ásláttarhljóðfæra.
Annað sem gerir þetta verk mjög sjarmerandi er snilldarlega lágstemmd útsetningin og frábær notkun ásláttarhljóðfæra.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)

