Þessi bók var í algjöru uppáhaldi hjá mér í æsku, og nú er ég svo heppinn að vera að lesa hana fyrir Sölku Nóu dóttur mína. Í þessari uppáhaldsbók átti ég, og á enn, uppáhaldskafla, kafla sem kristallar ákveðna þætti í lífsfílósófíu minni.
Þettar kaflinn "Snúður hefnir sín" og fjallir um það þegar Snúður sáir hattífattafræjum í garð óvinar síns lystigarðsvarðarins. Af myndunum og skapferli þessa leiðindagaus og frúar hans áætla ég að þau séu hemúlar. Aðalatriðið er samt þegar Snúður brýtur skiltin með bönnunum. Það er skemmtilegt að fyrsta skiltið sem hann kýs að brjóta er REYKINGAR BANNAÐAR, en skiltið sem mér og Nóunni þótti forvitnilegast var BANNAÐ AÐ HOPPA JAFNFÆTIR (má þá hoppa á einum fæti?).
Kaflinn endar svo með því að Snúður (sér til sárrar armæðu) endar með 20 smákríli í eftirdragi, auk Míu litlu, sem honum hafði þótt nóg um.
Lystigarðsvörðurinn er fulltrúi manngerðar og viðhorfs sem ég hef alla tíð lagt sérstaka fæð á. Í störfum mínum í menntageiranum þá hef ég orðið var við anda lystigarðsvarðarins víða, og hugsa ég reki mig á hann daglega. En almennt þá er þetta bara gaurinn sem veit alltaf betur og er stöðugt að marka öðrum einhverjar línur sem honum eða henni hefur af einhverju ástæðum orðið ljóst að sé viðkomandi fyrir bestu. Og þessar upplýsingar eru settar fram með ákveðnu viðmóti og stíl sem við þekkjum öll.
Alskonar boð og bönn um að ekki megi gera þetta eða hitt hér og þar (ég verð reyndar að segja að við Snúður verðum að taka sitthvora línuna í reykingamálinu) eru svo hlutur sem ég fíla mjög illa. Ég hef þá trú að fólk verði að fá að finna ákveðin farveg, í takti við líkama sína, samfélagið og náttúruna. Dæmi um þetta eru aðþrengjandi reglur um hvar og hvenær megi neyta matar, reglur um hvar megi ganga yfir tilteknar grasflatir o.s.frv. - enda hef ég verið sérstakur aðdáandi stígana sem myndsast á ská víða þar sem gangstígar hafa verið settir upp samkvæmt einhverju absúrd (stærðfræðilega korrektu) ferhyrningakerfi.
Besta dæmið um þetta og einn sá staður sem er mér er þetta efst í huga er sá óþolandi ósiður að vera með stöðugur leiðréttingar og umvandanir um það hvernig fólk talar.
Það kviknaði sem á smá anarkistaneista þarna hjá mér þegar ég var lítill og við feðginin endurupplifðum hann litla stund við eldhúsborðið í gær.
Góðar stundir.
(svo þarf náttúrulega alveg sér kafla um Kask og Krísu)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli