fimmtudagur, 1. febrúar 2018

lagaþrenna

Hér eru þrjú ólík lög sem mynda þó þrennu:

1) Á rauðu ljósi, höf. Magnús Eiríksson, hljómsveit Mannakorn



2) Diamonds on my Windshield, Tom Waits 

,



3) Brekka, HAM (reyndar hafa HAMverjar breytt textanum, ég hugsa mínar pælingar aðallega út frá textanum eins og hann er á Sögur af Helvíti mannanna) 





Óíkar tónlistarstefnur, ólíkir listamenn, ólíkir tímar. Í aðalhlutverki í öllum lögunum er karlmaður, sem er undir stýri og lögin gerast í tilteknum ökuferðum þessara einstaklinga. 

Sá sem er á rauðu ljósi er líklega sá sem er tæpastur á tauginni. Hann er staddur í umferðarteppu og virðist vera í ástarsorg ("hugsa um tilveruna og þig") og er jafnframt nokkuð dómharður ("hann flautar á mig eins og óður, asninn fyrir aftan mig"). Þetta lag sver sig líka í ætt laga sem fella harða dóma um gráan hversdag vestrænnar millistéttar (t.d. Madness, Grey Day, Wings Just another day).

Lag Waits um demantanna, sem er ótrúlega falleg mynd (minnir á Fljúga hvítu fiðrildinn) er nú líklega það besta í þessu setti. Tónlistin undirstrikar textann vel, og fílingurinn er einhvern veginn angurvær, en samt yfirvegaður...."the radio's gone of the air, and it gives you time to think" .... Hér er ekki felldur neikvæður dómur yfir lífi okkar, frekar bara brugðið upp mynd, sem blanda af einhverju fallegu og eðlilegu en felur líka í sér einhverja óskilgreinda þrá .... hver er þessi sem hann minnist þarna undir lokin? Það er líka skemmtilegt pæling um samband manns og vélar, eins og þegar vélin hvíslar í lokin að nú sé komið heim....

Lagið Brekka er kannski ekki alveg týpískt Ham lag, en líkt og flest þau sem ég þekki er hér fjallað um karlmenn og reynsluheim þeirra. Mig grunar reyndar að meðlimir bandsins séu ekki reyndir trukkabílstjórar, en það kann að vera rangt. Aðstaða bílstjórans er önnur hér en í fyrri tveimjur lögunum; þetta er atvinnubílstjóri sem er búinn að koma sér í klandur með því að taka að sér verk sem hann hefði betur látið ógert "ég hefði átt að láta kallhelvítið eiga sig" ... ólíkt mönnunum í fyrri tveimur lögunum er hann ekki í neinum tilvistarpælingum heldur er enn í bráðum og aðsteðjandi lífsháska, aleinn á ferð upp á heiði, bremsulaus í óveðri með 30 tonn af stáli.... 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli