Fyrir nokkru (þá staddur í Osló) skrifaði ég örlítið um Harry Potter, þann póst má lesa hér. Í þessum pósti var ég upptekinn af holum og einkennilegheitum í heimsmíði Rowling (langar reyndar líka að bæta við pælingu um myndirnar, tek það kannski betur síðar). Síðan þá hef ég haldið áfram að lesa seríuna, og datt svo niður á þetta podcast hérna, sem mætti kalla á íslensku Harry Potter og helgiritin.
Skemmst er frá að segja að þetta er mjög áhyerilegt og áhugavert (og aðgengilegt á Spotify) - en útgangspunkturinn er að lesa bækurnar með aðferðum sem notaðir eru í nálgun á helgirit. Ég er bara kominn á kafla 6 í fyrstu bók og mjög ánægður með hvað það er mikið eftir :-) ....
Það er margt í þessu sem er gott, en strax í upphafi þá kemur fram að nálgun þeirra er önnur en mín í blogginu - þau eru ekki að leita að holum eða slíkt heldur nálgast verkið alltaf jákvætt. Þau reyna svo líka að nálgast alla karaktera eins jákvætt og þau geta, og hafa meira að segja náð að segja góða hluti um Dursley hjónin og Dudley.
Annað sem vakti áhuga minn er að einn af kynnunum, Vanessa Zoltan, starfar sem "humanist chaplain" - og lítur á skáldskap og þess háttar sem ígildi helgirita fyrir nútímafólk - sækir óhikað innblástur frá trúarbrögðum og ber virðingu fyrir þeim - en lítur svo á að guð sé ekki til og að hægt sé að ná að uppfylla þarfir fyrir helgisiði og sáluhjálp án þess að þær hvíli á guðstrú.
Að mínu mati er nálgun þeirra mjög heillandi, og ég hald að þarna gæti líka verið hugmyndabanki sem mætti nýta í kennslu á bókmenntum.... kannski meira um það síðar...
.
sunnudagur, 16. september 2018
fimmtudagur, 1. febrúar 2018
lagaþrenna
Hér eru þrjú ólík lög sem mynda þó þrennu:
1) Á rauðu ljósi, höf. Magnús Eiríksson, hljómsveit Mannakorn
1) Á rauðu ljósi, höf. Magnús Eiríksson, hljómsveit Mannakorn
2) Diamonds on my Windshield, Tom Waits
,
3) Brekka, HAM (reyndar hafa HAMverjar breytt textanum, ég hugsa mínar pælingar aðallega út frá textanum eins og hann er á Sögur af Helvíti mannanna)
Óíkar tónlistarstefnur, ólíkir listamenn, ólíkir tímar. Í aðalhlutverki í öllum lögunum er karlmaður, sem er undir stýri og lögin gerast í tilteknum ökuferðum þessara einstaklinga.
Sá sem er á rauðu ljósi er líklega sá sem er tæpastur á tauginni. Hann er staddur í umferðarteppu og virðist vera í ástarsorg ("hugsa um tilveruna og þig") og er jafnframt nokkuð dómharður ("hann flautar á mig eins og óður, asninn fyrir aftan mig"). Þetta lag sver sig líka í ætt laga sem fella harða dóma um gráan hversdag vestrænnar millistéttar (t.d. Madness, Grey Day, Wings Just another day).
Lag Waits um demantanna, sem er ótrúlega falleg mynd (minnir á Fljúga hvítu fiðrildinn) er nú líklega það besta í þessu setti. Tónlistin undirstrikar textann vel, og fílingurinn er einhvern veginn angurvær, en samt yfirvegaður...."the radio's gone of the air, and it gives you time to think" .... Hér er ekki felldur neikvæður dómur yfir lífi okkar, frekar bara brugðið upp mynd, sem blanda af einhverju fallegu og eðlilegu en felur líka í sér einhverja óskilgreinda þrá .... hver er þessi sem hann minnist þarna undir lokin? Það er líka skemmtilegt pæling um samband manns og vélar, eins og þegar vélin hvíslar í lokin að nú sé komið heim....
Lagið Brekka er kannski ekki alveg týpískt Ham lag, en líkt og flest þau sem ég þekki er hér fjallað um karlmenn og reynsluheim þeirra. Mig grunar reyndar að meðlimir bandsins séu ekki reyndir trukkabílstjórar, en það kann að vera rangt. Aðstaða bílstjórans er önnur hér en í fyrri tveimjur lögunum; þetta er atvinnubílstjóri sem er búinn að koma sér í klandur með því að taka að sér verk sem hann hefði betur látið ógert "ég hefði átt að láta kallhelvítið eiga sig" ... ólíkt mönnunum í fyrri tveimur lögunum er hann ekki í neinum tilvistarpælingum heldur er enn í bráðum og aðsteðjandi lífsháska, aleinn á ferð upp á heiði, bremsulaus í óveðri með 30 tonn af stáli....
Sá sem er á rauðu ljósi er líklega sá sem er tæpastur á tauginni. Hann er staddur í umferðarteppu og virðist vera í ástarsorg ("hugsa um tilveruna og þig") og er jafnframt nokkuð dómharður ("hann flautar á mig eins og óður, asninn fyrir aftan mig"). Þetta lag sver sig líka í ætt laga sem fella harða dóma um gráan hversdag vestrænnar millistéttar (t.d. Madness, Grey Day, Wings Just another day).
Lag Waits um demantanna, sem er ótrúlega falleg mynd (minnir á Fljúga hvítu fiðrildinn) er nú líklega það besta í þessu setti. Tónlistin undirstrikar textann vel, og fílingurinn er einhvern veginn angurvær, en samt yfirvegaður...."the radio's gone of the air, and it gives you time to think" .... Hér er ekki felldur neikvæður dómur yfir lífi okkar, frekar bara brugðið upp mynd, sem blanda af einhverju fallegu og eðlilegu en felur líka í sér einhverja óskilgreinda þrá .... hver er þessi sem hann minnist þarna undir lokin? Það er líka skemmtilegt pæling um samband manns og vélar, eins og þegar vélin hvíslar í lokin að nú sé komið heim....
Lagið Brekka er kannski ekki alveg týpískt Ham lag, en líkt og flest þau sem ég þekki er hér fjallað um karlmenn og reynsluheim þeirra. Mig grunar reyndar að meðlimir bandsins séu ekki reyndir trukkabílstjórar, en það kann að vera rangt. Aðstaða bílstjórans er önnur hér en í fyrri tveimjur lögunum; þetta er atvinnubílstjóri sem er búinn að koma sér í klandur með því að taka að sér verk sem hann hefði betur látið ógert "ég hefði átt að láta kallhelvítið eiga sig" ... ólíkt mönnunum í fyrri tveimur lögunum er hann ekki í neinum tilvistarpælingum heldur er enn í bráðum og aðsteðjandi lífsháska, aleinn á ferð upp á heiði, bremsulaus í óveðri með 30 tonn af stáli....
laugardagur, 6. janúar 2018
sút fló í brjóstið inn
Sem áhugamaður um dægurlagatexta, ljóð og menningu verð ég alltaf rosakátur að finna tengingar, vísanir og hliðstæður. Fjórða janúar 2018 hélt Jóhanna Björk vinkona mín upp á fimmtugsafmæli sitt með því að halda sýningu á Með allt á hreinu í Bíó Paradís, algjörlega frábær skemmtun og dásamlegt að rifja upp þessa mynd sem ég myndi álíta að sé einhvers konar meistaraverk.
Textarnir við lögin eru margir hverjir eitursnjallir og mikið leikið sér með alskonar vísanir og afbakanir. Þegar svo þessi útgáfa af grýlulaginu Sísí fríkar út kom heyrði ég línu sem ég hjó verulega eftir:
8 Pétur með bljúgu bragði bráðlega sagði nei, sór sig og sárt við lagði, svoddan mann þekkti hann ei. Glöggt þegar gerðist þetta, gól haninn annað sinn. Síst mátti sorgum létta. Sút flaug í brjóstið inn.
....en þetta upplýsti Þröstur samkennari mig um enda hefur hann nýlega notað þetta í sínum eigin texta, eða Nökkva:
"Er sút flýgur brjóstið inn / í bölmóð leggst ei herra minn"
Textarnir við lögin eru margir hverjir eitursnjallir og mikið leikið sér með alskonar vísanir og afbakanir. Þegar svo þessi útgáfa af grýlulaginu Sísí fríkar út kom heyrði ég línu sem ég hjó verulega eftir:
Eða: "sút fló í brjó"
Hér er augljóslega vísun í Megas:
En hann sótti þetta víst í Hallgrím Pétursson, Passíusálmur nr. 8:
Og tek ég undir þau orð, forðumst bölmóð og fyllumst gleði yfir því hvernig orð og hugsanir fylgja einhverjum dularfullum þráðum í sköpunarheiminum....
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)