Halló.
Líkt og margt annað þá breytist lestur aðeins við þessa rafvirknvæðingu alla og það er að ég held ljóst að hann sé nú ekki að leggjast af, nema síður sé. Ég held að t.d. sé þátttaka í fyrirbærum eins og Goodreads sem ég mæli með og hvar ég er með örlitla nærveru - og svo alskonnar gúmmulaði á YouTube eins og t.d. Sword and Laser sem er alveg frábært afar líklegt til að örva lestur. Svo getur maður bara hlaðið bókum niður í símana, paddana og kindlanna og þarf ekki einu sinni lampa lengur til að lesa - og sér hvað maður á langan tíma eftir í að klára. Ég er núna búinn með 63% af 1Q84 eftir Murakami og er alveg stúmmf yfir henni - what a ride segi ég nú bara. Er ekki viss hvort ég les svo The Magicians eða kannski bók tvö í þarna söng um ís og eld eða bara eitthvað allt annað.
Hlustaði svo um daginn á okkar gagnmerka borgarmeistara í einhverju útvarpsspjalli um bækur og var hann þar með ýmsar skemmtilegar pælingar - þá áhugaverðasta þó að lestur væri eitthvað svona sem kæmi til manns og maður flæddi með og ætti ekki að stýra eða skipuleggja of meðvitað. Þarna er svona ákveðin zen-væmni í gangi sem ég fíla í ræmur .... ég t.d. get eiginlega aldrei lesið ljóðabækur, en einstaka sinnum stökkva þær á mig.... aðrar bækur bara einhvern veginn festa sig við mig ég bara verð.... ég les líka helst bara skáldskap en einstaka heimspekiritlingur og mjög skemmtilegt svona 'popular science' dót nær í gegn.
Eitt sem ég nefndi ekki og kannski blogga um einhverntíma bráðum er hið stórmerka fyrirbæri sem fandom er - tökum það síðar......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli