Var að klára þessa mögnuðu og erfiðu bók. Spurður hvernig það væri að skrifa svona hráa og persónulega bók um þá hrikalega af misnotkun, ofbeldi, áföllum og baráttu við fíkn segir Kim að það sé það besta sem hann hafi gert. Sá sem ekki opni sig og lofti út endi eins og Gollum í Hringadrottinssögu. Það er eitthvað í því hvernig Kim skrifar um sjálfan sig sem er merkilegt, bæði mjög beinskeytt og miskunnarlaust; hvorki sentímental né dæmandi. Þar sem ég hef líka lesið grænlandsþríleikinn þá leitar hugurinn eftir mynstrum og maður finnur einhvern óm af aðalpersónum, aukapersónum og stöðum. Flókið samband við trú, bókmenntir, kynlíf, tungumál og ídentítet sem knýr hann áfram bæði á þeirri glötunarleið sem hann fetar framan af ævi og svo líka sem höfundur er ómótstæðileg. Hann skrifar líka alveg ótrúlega djúsí dönsku, með ríkulegum aðeins fornlegum orðaforða og nýja uppáhaldsorðið mitt sem verður að nýrri dönskuslettu er að kverúlera.
Líka gaman að ég keypti bókina í fornbókabúð á Nörrebro, rétt hjá det Frie, eftir áskorun frá Óla Njáli um að það væri dónalegt að vera alltaf að kíkja við hjá þessum næs gaur án þess að kaupa neitt. Bóksalinn vildi reyndar meina að bókin væri nú líklega að stórum hluta upplogin en það skipti ekki máli hún væri jafngóð fyrir því, en í fyrsta skipti sem ég hitti þennan kall var hann miður sín að þekkja ekki að hreimurinn á dönskunni minni væri íslenskur.