Ég var að ljúka við að lesa þessa möguðu skáldsögu. Geggjað verk, að baki liggur greinilega mikil rannsóknarvinna, og í samhengi við Lungu eftir sama höfund sést að glíman við hvernig tráma ferðast í gegnum kynslóðir er Pedro mjög hugleikið. En svo er þessi dans á mörkum og alveg yfir í vísindaskáldskap og sturlaðan og grótesk súrrealisma mér mjög að skapi. Samband okkar við fugla er greinilega líka ofarlega í huga skáldsins..... Kaflarnir um tilveruna í Rúmeníu og afturhvarf til endaloka kommúnismans er líka virkilega djúsí - eftir smá gúggl fann ég nú ekki að þau viðbjóðslegu hjón sem þar ríktu hafi verið í kukli með dýr eins og lýst er í skáldsögunni, en arfleifð þeirra er þó mjög steikt, eins og kemur fram í þessari grein um gervivísindaferil Elenu Ceausescu. Úff.
Heillandi pælingar Pedros um samfélagsmiðlavæðingu, gervigreind, alkóhólimsma, upplifunarhönnun og erfðaverkfræði eru eitthvað sem ég mæli eindregið með - og svo er hann líka á einhvern mjög óþægilegan hátt mjög fyndin líka. Takk fyrir mig, og hlakka til að sjá meira! Eina sem ergir mig smá er að helsta illmenni sögunnar heiti í höfuðið á einum merkasti hugsuði anarkismans, og ég fatta ekki alveg hvað það á að merkja....