Það er áhugavert að sjá hvernig skólar og kennarar eru settir fram í menningarefni. Í bíómyndum eru ýmsar útgáfur, oft neikvæðar, en þó eru til myndir og þættir þar sem koma við sögu svona hetjukennarar og svoleiðis. Í dægurtónlist er hins vegar eiginlega alltaf um mjög neikvæða mynd af þessum geira mannlífsins að ræða og og ég bjóð til litla blöndu af enskum og íslenskum lögum af þessu tagi - tja - mögulega til að hressa okkur við eða eitthvað...
Skólalög - playlisti á Spotify
Við byrjum með Smiths - Headmasters Ritual. Morrissey er ekki að skafa utan af fyrirlitningu sinni á kennurum Manchesterborgar: "spineless swines, cemented minds" - áhugavert með hann þar sem hann er mikill ensku- og bókmenntamaður - en grunnskólagangann ekki verið hamingjurík virðist vera.
Næst skellum við okkur í langfrægasta af þessum lögum, Another Brick in the Wall. Kannski ofspilað og dáldill klisja, en ég hef alltaf dáldið gaman af skýringunni á því hvers vegna kennararnir eru svona ömurlegir - "when they came home at night their fat and psychopathic wives would beat them / within inches of their lives".... Roger Waters var nú samt held ég einhver listaskólafígúra eins og Morrissey en hvað veit maður. Myndbandið var geggjað töff.
Nú komum við heim og Mannakorn fjalla um Gamla skólann. Var alltaf smá hissa að Magnús Eiríksson hafi verið í Latínu í barnaskóla, en kannski féll það bara vel ínn í textann. Ekki sérstaklega hamingjuríkar skólaminningar, en þó ekki sama hrikalega beiskjan og hjá þeim ensku í fyrrii lögunum, og smá samúð með okkur kennaragörmunum: "Misupplagðir lúnir lærimeistarar"....
Og þá er það Gaggó Vest - svoldið svona uppblásinn Eitís slagari en góðir sprettir inn á milli. Smá húmor inn á milli en þó aðeins meiri beiskja en hjá Mannakornum - ræðan sem Egill flytur fyrir hönd kennarans er kannski aðeins í ýktari kantinum, en hvað veit maður.
Við endum aftur í Englandi á svona aðeins hressari nótum með Madness - ekki þessi hrikalega beiskja sem fyrstu tveir söngvarnir bera með sér en samt ekki sérstaklega lofsamleg skólaumfjöllun. "All the teachers in th pub/ passing round the ready rub (sem er annaðhvort áfengi eða tóbak) / trying not to think of/ when the lunch time bell will ring again."
Kannski væri gaman að heyra ef einhver man eftir einhverju alvöru lagi sem er aðeins jákvæðara... en við getum bara tekið það til íhugunar hvað við gerum svo með þessi söngva, sem eru nú allir hver með sínum hætti nokkuð skemmtilegir.