laugardagur, 6. janúar 2018

sút fló í brjóstið inn

Sem áhugamaður um dægurlagatexta, ljóð og menningu verð ég alltaf rosakátur að finna tengingar, vísanir og hliðstæður. Fjórða janúar 2018 hélt Jóhanna Björk vinkona mín upp á fimmtugsafmæli sitt með því að halda sýningu á Með allt á hreinu í Bíó Paradís, algjörlega frábær skemmtun og dásamlegt að rifja upp þessa mynd sem ég myndi álíta að sé einhvers konar meistaraverk.

Textarnir við lögin eru margir hverjir eitursnjallir og mikið leikið sér með alskonar vísanir og afbakanir. Þegar svo þessi útgáfa af grýlulaginu Sísí fríkar út kom heyrði ég línu sem ég hjó verulega eftir:


Eða: "sút fló í brjó"

Hér er augljóslega vísun í Megas: 



En hann sótti þetta víst í Hallgrím Pétursson, Passíusálmur nr. 8:  


8
Pétur með bljúgu bragði
bráðlega sagði nei,
sór sig og sárt við lagði,
svoddan mann þekkti hann ei.
Glöggt þegar gerðist þetta,
gól haninn annað sinn.
Síst mátti sorgum létta.
Sút flaug í brjóstið inn.


....en þetta upplýsti Þröstur samkennari mig um enda hefur hann nýlega notað þetta í sínum eigin texta, eða Nökkva: 

"Er sút flýgur brjóstið inn / í bölmóð leggst ei herra minn"



Og tek ég undir þau orð, forðumst bölmóð og fyllumst gleði yfir því hvernig orð og hugsanir fylgja einhverjum dularfullum þráðum í sköpunarheiminum....